alltof mikið um byssur
25.9.2008 | 09:21
nú held ég að finnar ættu að endurskipuleggja sig og setja harðar reglur um byssueign, þeir eiga byssur eins og við eigum gemsa, hvernig getur svona sveitasamfélag verið í EU ???
![]() |
Ódæðismaðurinn hringdi í vin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hefði ekkert að segja að banna byssueign eða að banna mönnum að ganga með skammbyssur á almannafæri. Þeir einu sem færu eftir slíkum reglum eru þeir sem almennt fara eftir lögum og reglum. Ég leyfi mér að efast um að einhver sem hefur ákveðið að myrða fólk, hætti skyndilega við því að það er bannað að vera með byssur.
Eins og einn benti á í annari færslu þá varð skotvopnaeign í Bretlandi fyrst vandamál þegar slík vopn voru bönnuð en þá fylltist allt af ólöglegum vopnum og þeir einu sem fóru eftir nýrri vopnalöggjöf voru þeir sem almennt fóru eftir lögunum. Þeir sem við þurfum að hafa áhyggjur af, eru þeir sem svona lög hafa engin áhrif á! Það hefur margoft sýnt sig að boö og bönn virka ekki á þá sem ætla að brjóta af sér.
Hin Hliðin, 25.9.2008 kl. 10:53
Það er mun auðveldara að drepa marga á stuttum tíma með skotvopnum heldur en öðrum handvopnum. Árásarmaðurinn þarf ekki að snerta fórnarlömbin, þ.a. þetta er ópersónulegra en þegar beita þarf handafli. Aumingjar geta þannig slátrað fullt af fólki með byssum. Málið er að einstaklingur sem er heilbrigður í dag og fær byssuleyfi og byssu, getur misst vitið á morgun eða hinn og framið örþrifaráð. Rekinn úr vinnu, ástarmál, rifrildi, vímuefni og svo ótal margt fleira. Fólk sem hefur byssuleyfi þarf að fá það endurnýjað á hverju ári með nýjum vottorðum. Ef viðkomandi klikkar á því, þarf að fjarlægja vopnið strax.
Svo eru það sorgirnar sem alltaf eiga sér stað reglulega þegar börn komast í vopnin og deyða eða slasa sig og aðra. Sama sagan um byssueigendurna; misábyrgir í e.a mánuði, ár, síðan kemur að því að einmitt réttu/röngu kringumstæðurnar koma upp og börnin stelast í að prufa. Ekki hjálpa ofbeldisfullir tölvuleikir, kvikmyndir og leikföng.
Svo brjótast misyndismenn inn hjá fólki og byssum er stolið eða þær notaðar til að drepa eigendurna. Það er mun algengara að heimilisfólk sé drepið af eigin skotvopnum heldur en að það verji sig á móti árás. Málið er að byssan er aldrei innan taks þegar á henni þyrfti að halda; árásir eru yfirleitt óvæntar.
Einfaldar niðurstöður: Einstaklingar breytast í gegnum tíðina og eru óútreiknanlegir mikið meira en eitt ár fram í tímann. Hver og einn getur lent í lífsreynslu í dag sem getur leitt til örþrifaráða. Ef viðkomandi á skotvopn eða auðvelt er að verða sér út um það, þá er mun líklegra að örþrifaráðin eiga sér stað á skelfilegan hátt. Forðumst að hafa byssur á heimilum; miklu fleiri byssur eru notaðar til ódæðisverka en góðverka.
Hver yrði þín skoðun á byssum ef 10 nánir ættingjar og/eða vinir yrðu fyrir byssuslátrun á 1 mínútu með byssu sem var stolið frá þér?
Stefán Þór Stefánsson, 25.9.2008 kl. 13:50
byssur eru ekki hættulegar, það er einstaklingurinn sem hefur byssuna sem er það.
það hefur ekkert uppá sig að banna byssur eða slíkt, það yrði bara til þess að fólk færi að smygla enn meir en gert af byssum í dag og eiga óskráðar byssur sem væri enn verra en það að leyfa þær og leyfa skráningar á þeim.
hugsið ykkur, ef það kemur upp mál varðandi skotárás, rannsaka þarf hvaðan skotið kom, þá er hægt að útiloka svo margt með því að kanna skráningar skotvopa, í staðinn fyrir að vinna í einhverju tómi þar sem engin veit nákvæmlega hvað mikið af skotvopnum er til.
það á að leyfa skotvop og hafa strangar reglur um skráningu þeirra, en að uppfylltum öllum reglum, þá á fólk að geta fengið að skrá vopn á sig, það er þá undir eftirliti og það á að vera virkt eftirlit, ekki svona dauðyflis dæmi og áhugaleysi sem lögreglan sýnir alltaf gagnvart þessum málaflokk.
við eigum að útrýma óskráðum vopnum, leyfa skráningu á þeim og ganga úr skugga um að þeir sem eiga skotvopn hafi til þess ástæðu ss. vegna skotæfinga, veiða, vinnu osfrv. við viljum vita hvar vopnin eru í stað þess að vita minna en ekki neitt og vera í fullkominni óvissu um hvað er til af vopnum í landinu.
mín skoðun yrði að ég yrði harmi slegin ef 10 ættingjar minir yrðu skotnir, þaðer fyrir mig óhugsandi dæmi, alveg eins og ef 10 ættingjar mínir yrðu fyrir bíl og myndu látast af slysförum, eða ef 10 ættingjar mínir yrðu stungnir til bana osfrv.
við sjáum ekkert með því að horfa á byssur sem ógn, heldur eigum við að skoða hvernig meðferð þessa er höfð, hvernig má skrá þetta, hvað þarf maður að ganga gegnum til að eiga vopn osfrv.
bermudaskal (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 14:27
Auðvitað er að það er einstaklingurinn sem framkvæmir verknaðinn, en málið er að það er svo auðvelt, fljótlegt og hentugt að skjóta marga á skömmum tíma. En fórnarlömb eiga meiri möguleika á að verja sig gegn, flýja, yfirbuga eða lifa af hnífsárás. Þetta er ekki sambærilegt.
Sömuleiðis er ekki sambærilegt að deyja í gáleysis eða tækni legu slysi, miðað við að einstaklingur framkvæmir fjöldamorð af ásettu ráði. Það er ekki slys.
Eitt tilfelli er einu of mikið þegar börn/óvitar komast í skotvopn og deyða sig eða aðra. Hvers dags heimili hafa ekkert með skotvopn að gera. Það er annað mál með dýralækni, bændur, veiðimenn og lögreglu. Samt er það svo að jafnvel lögreglumenn geta lent í slæmum málum varðandi tilfinningasambönd, vímuefni osfrv og gengið berserksgang með skotvopni. Bara fólk sem þarf nauðsynlega að hafa skotvopn ætta að fá að hafa það. Svo þarf að endurnýja leyfið árlega með geðvottorði og vitnisburði frá vinnuveitendum, vinum og ættingjum. Reglugerð og vottuð skoðun á hvernig vopn eru geymd þarf einnig að vera til staðar. Sömuleiðis þarf að vera til ferli til að svipta fólki skotvopnum og setja á bannskrá til að minnka möguleika á að það fái sér vopn á nýjan leik. Það er stundarbrjálæðis og ástríðubrjálæðis tilvikin þar sem það gæti verið hægt að minnka möguleika á fjöldaárásum ef ekki er hægt að verða sér út um skotvopn auðveldlega á skömmum tíma. Umsóknarferlið gæti þá leitt til viðvörunar og geðvistunar. Betur er bjargað en fargað.
Það gildir einu hvernig skotvopnalög eru, ólöglegur innflutningur mun alltaf eiga sér stað og óskráð vopn notuð við glæpi. Málið er bara fyrir yfirvöld að geta haft eins mikið upp á þeim og hægt er og betrumbæta lögbrjótana.
Nákominn ættingi minn var skotinn til bana á götu úti á Íslandi nýverið í ástríðu/þunglyndisdæmi. Það munaði litlu að 5 ára barn hans og jafnvel systkinabörn á svipuðum aldri hefðu verið með honum og þá hefði dæmið geta verið enn verra. Gerandinn hafði komið við sögu lögreglu og geðdeilda, en gat samt orðið sér út um skotvopn. Hann hefði aldrei átt að geta það, og ef hann átti vopn, hefði átt að vera búið að fjarlægja það.
Það gæti vel verið að hann hefði fundið aðra leið, en það er auðveldara að verja sig gegn hnífsárás eða lifa hana af. Með skotvopni þarf ekki að koma við fórnarlambið; hægt er að deyða úr fjarlægð. Með öðrum vopnum þarf afl og snertingu og meira hugrekki þar sem barefli er notað eða eggvopni er stungið með eigin hendi í aðra manneskju og blóð spýtist á gerandann. Það krefst annarar tegundar af sálfræði og afli. Gungur og máttlitlir eiga mun auðveldara að ímynda sér, og þar með nota, skotvopn til hroðaverka en nokkuð annað.
Best væri ef GPS tæki væri á skotvopnum, það myndi bjóða upp á ýmsa möguleika. Ef vopnið hættir að sýna sig, þá mætir löggan á staðinn þar sem síðast var merkt eða finnur eigandann og fjarlægir vopnið. Hægt væri að hanna viðvörunarkerfi sem varaði við komu skotvopns á tiltekin svæði. Það sakar ekki að hugsa aðeins út fyrir kassann og reyna að finna framtíðarlausnir; allt er betra en svo til óvirkt kerfi dagsins í dag. Samt er augljóst að því færri skotvopn á heimilum og því gáfulegra leyfisferli og leyfisviðhald, því minni líkur á fjöldamorðum brjálæðinga, ástríðumorðum og óvitaslysum með skotvopnum.
Stefán Þór Stefánsson, 26.9.2008 kl. 03:00
Bíll er líka stórhættulegt tæki sem hægt er að drepa marga með. Og svo sannarlega eru margir bíleigendur þannig að þeim er ekki treystandi fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir.
Burtséð frá því er ég sammála Stefáni að eðlilegt sé að hafa leyfisferli flókin og erfið til að verða sér úti um skotvopn. Þau þyrftu að vera flóknari en nú er, ekki spurning.
En engu að síður ætti það að vera hægt. Ég tel það ekki hlutverk ríkisins að skilgreina það sem "venjuleg heimili hafa með að gera". Erlendis er skotfimi mjög vinsæl íþróttagrein, sem í rauninni er búið að girða fyrir á Íslandi með slæmri og öfgakenndri lagasetningu um gerð skotvopna.
Þegar skotvopni er beint að annarri manneskju er um að ræða stórmál, svo ekki sé talað um það þegar hleypt er af. Samt er eins og fólk sé hálfónæmt fyrir því þegar það horfir á sjónvarp eða kvikmyndir.
Það að fræða fólk almennt um skotvopn er mjög brýnt, til að láta fólk taka þetta málefni alvarlega, sér í lagi þegar byssum er veifað í kvikmyndum og fjölmiðlum eins og um sé að ræða einhver leikföng.
Úlfur (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.